Friday, January 13, 2012

TónlistarmyndböndÉg tók saman nokkur tónlistarmyndbönd sem mér fannst tónlistamenninnir klæða sig flott og svo bara flott myndbönd, hefði getað raðað inn mikklu meira en hérna er svona smá sneak peek 
Hérna eru snapshots úr myndbandi frá Rihanna með laginu ''you da one'' sem kom úr á nýja disknum hennar ''Talk that talk''. Í myndbandinu er hún með ljóst hár og margar mismunandi hárgreiðslur. Mæli með að  kíkja á það. Mér finnst nýja hárið geðveikt og ákvað að skella inn líka mynd af henni þar sem hún er að auglýsa nýja línu Armani undirfata , auglýsingin var valin kynþokkafyllsta auglýsingin 2011. Hún er alltaf jafn flott Lana Del Ray er ein af mínum uppáhalds þessa dagana. Ég elska lögin, röddina og svo er svo gaman að horfa á myndböndin hennar. þessi snapshots eru úr tveimur af tónlistarmyndböndum hennar '' you can be the boss'' og ''born to die'' 

Þessi unga dama er sænsk söngkona og lagahöfundur og heitir Lykke Li. Mér finnst hún mjög töff og ef þið skoðið fleyri myndbönd sjáiði hvernig stíllinn hennar er flottur. þessar myndir eru úr myndbandinu hennar við lagið ''Get some'' sem margir þekkja.
Ég tók eftir þessari stelpu á MTV tónlistarverðlaunahátíðinni 2011 og ákvað að skoða lögin hennar. Hún kallar sig Kreayshawn og er rappari. Í myndbandinu tók ég eftir annari stelpu sem mér fannst vera í svo flottum fötum (þessi ljóshærða). Persónulega finnst mér lagið frekar töff og alveg þess virði að skoða, en lagið heitir ''Gucci Gucci'' :) 


Lukka

No comments:

Post a Comment